Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Leikin heimildamynd um upphaf bahá'í trúarinnar


6. May 2018 Höfundur: siá
The Gate (Hliðið) - Dögun bahá'í trúarinnar

The Gate (Hliðið) - Dögun bahá'í trúarinnar

Fyrsta leikna heimildamyndin um upphaf bahá'í trúarinnar verður frumsýnd 9. maí í Los Angeles. Myndin heitir “The Gate – Dawn of the Bahá'í Faith” (Hliðið – Dögun bahá'í trúarinnar). Myndin samsanstendur af leiknum atriðum og viðtölum við sérfræðinga um sögu trúarinnar. Sagt er frá Bábnum, fyrirrennara Bahá'u'lláh, og fylgjendum Hans, sem fórnuðu lífi sínu fyrir málstaðinn tugþúsundum saman. Sjálfur var Bábinn tekinn af lífi árið 1850, aðeins 31 árs gamall. Meðal fremstu fylgjenda Hans var ein kona, Táhirih, sem öðlaðist frægð fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna.

Vahíd lætur sháhinn vita að hann er orðinn fylgjandi Bábsins

Vahíd lætur sháhinn vita að hann er orðinn fylgjandi Bábsins

Í kynningu þessarar mikilvægu kvikmyndar, sem markar viss tímamót, því þetta er í fyrsta sinn sem saga bahá'í trúarinnar er færð í leikbúning í kvikmynd af þessari stærðargráðu, segir meðal annars: “Á sama tíma og heimurinn þjáist vegna sundrandi afla átaka og ofstækis, boðar ný trú einingu helstu trúarbragða mannkyns sem leið til alheimsfriðar.” 

Hægt er að horfa á stiklu úr myndinni hér.