Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Helgistundir


Á helgistund
Í bahá’í ritum kemur fram að orð Guðs endurlífgri sálina

Í bahá’í ritum kemur fram að orð Guðs veiti innblástur, endurlífgi sálina, gleðji hjartað, gefi okkur nýja trú og skapi andlega vellíðan. Bænir og íhugun veita okkur tækifæri að vera í nánu sambandi við skapara okkar og skynja skýrar hvað er gott og mikilvægt í lífinu. Bæn er sameiginlegt þáttur allra heimstrúarbragðanna og bahá’íar trúa því að andlegur og siðferðilegur kjarni allra trúarbragða sé hinn sami.

Bahá’íar skipuleggja bænastundir sem eru öllum opnar. Undirstaða þeirra er lestur helgirita bahá’ía trúarinnar og annarra trúarbragða. Þannig skapast andrúm friðar, virðingar og ástar til allra manna óháð bakgrunni þeirra og uppruna. Boðið er upp á veitingar á þessum samkomum og umræður skapast um ýmis málefni sem varða sameiginleg áhugamál þátttakenda. 

Ef þú vilt fá upplýsingar um helgistundir í ýmsum samfélögum, sendu okkur póst til bahai[hjá]bahai.is.