Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Námshringir


Fólk í námshring
Í námshringjum er fjallað um ólík svið og málefni sem öll tengjast kenningum bahá’í trúarinnar um ást, einingu og umbreytingu.

Bahá’íar skipuleggja opna námshringi þar sem fram fer lestur og nám á bahá’í kenningum. Tilgangurinn er að opna leiðir sem einstaklingurinn getur farið til að breyta sjálfum sér og umhverfi sínu. Farið er í gegnum ýmis námskeið sem fjalla um ólík svið og málefni sem öll tengjast kenningum bahá’í trúarinnar um ást, einingu og umbreytingu. Áherslan er á þjónustu við samfélagið og allt mannkyn í anda bahá’í trúarinnar.

Þátttakendur læra t.d. að kenna börnum um manndyggðir, t.d. virðingu, vináttu, réttlæti, hjálpfýsi o.s.frv. Þeim er einnig kennt að taka þátt í ýmiskonar samfélagsþjónustu og hvetja aðra að leita sjálfstætt að andlegum sanninduma, gera grein fyrir skoðunum sínum og vinna að einingu, réttlæti og jafnrétti.

Þátttakendur í þessum námshringjum finnst oft að starfsemin gefi þeim nýja stefnu í lífinu þegar þeir uppgvötva sína eigin getu til að stuðla að þróun og framförum. Með því að læra um andlegan veruleika sinn og hlutverk okkar í þroska samfélagsins og bæta sín eigin lífsgæði og annarra.