Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fjölmenni á hrífandi nýárshátíð


19. mars 2017 Höfundur: siá

Eyþór Bjarni Sigurðsson tók lagið með bahá'í ungmennum

Bahá'í föstunni lauk með hrífandi nýárshátíð, árið 174, samkvæmt badí' tímatalinu, sem samfélögin í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ héldu sameiginlega í Árskógum 4, í Mjódd. Athygli vakti hve margir vinir bahá'ía voru viðstaddir, þar á meðal hópur frá Afganistan. Óhætt er að fullyrða að dagskráin hefur sjaldan verið glæsilegri.

Að afloknum hefðbundnum nýársbænum sagði Karen Bergljót Knútsdóttir frá bahá'í trúnni og útskýrði hvers vegna bahá'íar halda upp á nýtt ár á þessum árstíma. Hún sagði meðal annars frá badí' dagatalinu, en samkvæmt því eru 19 mánuðir í árinu með 19 daga hver, auk 4 til 5 aukadaga. Nýstofnuð listasmiðja bahá'í ungmenna undir stjórn Sharonar Raffaellu Sigurðardóttur sýndi dansa frá ýmsum löndum við góðar undirtektir. Eyþór Bjarni Sigurðsson tók lagið ásamt bahá'í ungmennum. Elínrós Benediktsdóttir sá um fjöldsöng.

Það vakti mikla kátínu þegar nokkrar litlar hnátur fengu líka að spreyta sig á því að syngja í hljóðnemann. Rúsínan í pylsuendanum var svo glæðislegt hlaðborð sem svignaði undan kræsingum.

Hlustað á dagskrána

Bahá'í listasmiðjan kenndi gestum að dansa arabískan dansMaturinn var gómsætur!Börnin nutu sín á hátíðinniGleðin skein úr hverju andlitiÞessi indæli drengur horfði hlýlegum barnsaugum á alla viðstaddaUng stúlka sýnir dans með miklum tilþrifumUnga fólkið var lykillinn að ógleymanlegri hátíð

Unga fólkið var lykillinn að ógleymanlegri kvöldstund