Síðastliðinn mánuð hafa bahá’íar í Sambíu velt fyrir sér þessari grundvallarspurningu: Hvernig er hægt að tryggja að fræðslustarf bahá’ía í landinu sé óslitið frá unga aldri til fullorðins ára? Myndband fylgir fréttinni.
Meðlimir Andlegs þjóðarráðs bahá'ía og álfuráðgjafinn Varqá Khadem komu við á Skógum á bakleiðinni frá Bolungarvík, þar sem fundað var með bahá'íum á Vestfjörðum.
Á nýafstaðinni málstofu sem skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) í Addis Ababa gekkst fyrir var fjallað um þá staðreynd að loftslagsbreytingar hafa tiltölulega meiri áhrif á líf kvenna en karla.
Vinnan við að klæða hvelfingu bahá'í tilbeiðsluhússins í Lýðveldinu Kongó hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum vikum, ásamt öðrum hlutum byggingarinnar og nánasta umhverfi hennar. Myndband fylgir fréttinni.
Um það bil 200 lögreglumenn á vegum írönsku ríkisstjórnarinnar eyðilögðu sex heimili og yfirtóku meira en 20 hektara lands sem tilheyrir bahá'íum í þorpinu Roushankouh, í Mazandaranhéraði. Myndband fylgir fréttinni.
Stuttmynd sem nefnist “Bahá'í í Egyptalandi: Saga þriggja kynslóða” bregður ljósi á reynslu bahá'í samfélagsins í því landii. Myndband fylgir fréttinni.
Sunnudaginn 19. janúar 2025 stóð Bahá’í samfélagið í Kópavogi fyrir viðburði í tilefni af Degi heimstrúar (e. World Religion Day). Viðburðurinn fór fram í Lionssalnum í Hlíðarsmára. Viðburðurinn var listrænn og fjölbreyttur. Lesið var úr ritum nokkurra trúarbragða og farið með bahá’í bæn fyrir friði.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Á tímum þegar samfélög um allan heim eru að leita nýrra leiða fram á við vísa ótal sögur af þrautseigju og von veginn fram. Bahá’í heimsfréttaþjónustan lítur til baka og skoðar nokkrar af þeim sögum sem fjallað var um árið 2024 og gefa innsýn í viðleitni bahá’ía til að stuðla að friðsælli heimi.
Íslamska lýðveldið Íran hefur hlotið ávítur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot sín, meðal annars á meðlimum bahá’í samfélagsins. Þetta kemur fram í nýrri ályktun þar sem segir að bahá’íar og aðrir þurfi að sæta „viðvarandi ströngum hömlum og auknum takmörkunum“ varðandi réttinn til hugsana-, samvisku og trúfrelsis.
EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.