Í nýlegum þætti í ríkissjónvarpi Túnis, var rætt við fulltrúa bahá’ía í landinu um hlutverk trúarbragða í þjóðfélaginu, umfjöllunarefni sem almenningur hefur aukinn áhuga á.
Fjölskyldulíf er sá vettvangur þar sem allir geta hrint í framkvæmd meginreglunni um jafnrétti kvenna og karla, segir Bahá’í skrifstofa almannatengsla á Indlandi.
Vinir, nágrannar og kunningjar í hverfum og þorpum um allan heim hafa komið saman á heimilum og í görðum, og á ýmsum öðrum stöðum -stórum og smáum- til að ræða hvernig þeir geta stuðlað að þróttmiklum samfélögum sem byggja á hugsjón bahá'í trúarinnar um friðsaman heim.
Eftir því sem ráðstefnur halda áfram að breiðast út um hnöttinn, sýna listviðburðir þrá mannsálarinnar eftir samræmi og fórnfúsu starfi í þágu þjóðfélagsins. Myndband fylgir fréttinni.
19 fulltrúar víðs vegar af landinu ræddu um málefni málstaðarins og kusu nýtt níu manna andlegt þjóðarráð, sem fer með æðstu stjórnstofnun trúarinnar á Íslandi.
Á síðastliðnum tveimur árum hefur bahá'í stofnun innan Devi Ahily háskólans í Indore gengist fyrir fjarfundum um félagsleg og efnahagsleg áhrif heimsfaraldursins á viðkvæmustu hópa þjóðfélagsins.
Ráðstefna á vegum bahá'í samfélagsins á Íslandi undir yfirskriftinni ,,Samtal um andlega og efnislega umbreytingu þjóðfélagsins” var haldin í Veröld, húsi Vigdísar, um seinustu helgi.
Nýlegar fréttir frá Alþjóðlegu bahá'í fréttaþjónustunni hafa fjallað um öldu ráðstefna sem safna saman margs konar fólki á stöðum um allan heim til að kynna sér leiðir til að efla einingu og skapa friðsæl samfélög. Myndband fylgir fréttinni.
Sunnudaginn 19. janúar 2025 stóð Bahá’í samfélagið í Kópavogi fyrir viðburði í tilefni af Degi heimstrúar (e. World Religion Day). Viðburðurinn fór fram í Lionssalnum í Hlíðarsmára. Viðburðurinn var listrænn og fjölbreyttur. Lesið var úr ritum nokkurra trúarbragða og farið með bahá’í bæn fyrir friði.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Á tímum þegar samfélög um allan heim eru að leita nýrra leiða fram á við vísa ótal sögur af þrautseigju og von veginn fram. Bahá’í heimsfréttaþjónustan lítur til baka og skoðar nokkrar af þeim sögum sem fjallað var um árið 2024 og gefa innsýn í viðleitni bahá’ía til að stuðla að friðsælli heimi.
Íslamska lýðveldið Íran hefur hlotið ávítur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot sín, meðal annars á meðlimum bahá’í samfélagsins. Þetta kemur fram í nýrri ályktun þar sem segir að bahá’íar og aðrir þurfi að sæta „viðvarandi ströngum hömlum og auknum takmörkunum“ varðandi réttinn til hugsana-, samvisku og trúfrelsis.
EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.