NÝJU DELHI — Forsætisráðherra Indlands Narendra Modi og nýkjörinn forseti Ram Nath Kovind hafa sent frá sér opinber bréf í tilefni 200 ára fæðingarhátíðar Bahá'u'lláh.
Arkitektinn Sochet Vitou Tang segir frá því að það hafi veitt honum mikla gleði að teikna bahá'í tilbeiðsluhúsið í Battambang, en það starf hófst fyrir tveimur árum síðan. Musterið er fyrsta bahá'í staðarmusterið (byggt fyrir ákveðinn stað, en ekki fyrir heila þjóð eða heimsálfu). Tilbeiðsluhúsið verður vígt á morgun.
Ný móttökustöð fyrir pílagríma var opnuð í þessum mánuði, tilbúin til að taka á móti auknum fjölda pílagríma og gesta við andlega og stjórnarfarslega miðstöð bahá'í trúarinnar.
Helgina 19.-20. ágúst, var bahá‘íum og vinum þeirra boðið að koma í skógræktina að Skógum í Þorskafirði og kynna sér starfið sem þar hefur verið unnið síðasta áratuginn.
BATTAMBANG, Kambódíu, 21. ágúst — Heilögu bahá'í tákni – sem er tákn fyrir tengslin á milli Guðs, opinberenda Hans og mannkynsins, var komið fyrir í gær í svæðistilbeiðsluhúsinu í Battambang, Kambódíu.
Kyrrðarstundir eru haldnar heima hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55 í Mosfellsbæ öll þriðjudagskvöld, kl 20. Leið 15 stoppar í næsta nágrenni. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Starfið í Skógum er mikið og fjölbreytt. Girðingarvinna er yfirleitt fyrsta verk vorsins og keppast menn við að klára hana áður en bændur sleppa fé lausu. Því næst tekur áburðargjöf og fræsáning við og svo hafa verið gróðursettar um 7000 plöntur á hverju sumri.
Hjónin Holiday og Rainn Wilson, sem voru gestir bahá'í sumarskólans að Reykhólum í sumar reka samfélagsverkefni á Haiti. Þetta er greinilega félagslegt verkefni sem vert er að veita athygli.
Bahá'íar hittast á þriggja mánaða fresti á svokölluðum "umdæmissamkomum." Ein slík samkoma var haldin í gær, laugardaginn 12. ágúst, í glaða sólskini úti undir beru lofti á landareign bahá'ía að Kistufelli undir Esjurótum. Sérstök dagskrá var haldin fyrir börnin. Mikið af ungmennum var meðal þáttakenda á umdæmissamkomunni, enda stóð yfir bahá'í þjálfunarnámskeið á staðnum.
Kyrrðarstundir eru haldnar heima hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55 í Mosfellsbæ öll þriðjudagskvöld, kl 20. Leið 15 stoppar í næsta nágrenni. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sunnudaginn 19. janúar 2025 stóð Bahá’í samfélagið í Kópavogi fyrir viðburði í tilefni af Degi heimstrúar (e. World Religion Day). Viðburðurinn fór fram í Lionssalnum í Hlíðarsmára. Viðburðurinn var listrænn og fjölbreyttur. Lesið var úr ritum nokkurra trúarbragða og farið með bahá’í bæn fyrir friði.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Á tímum þegar samfélög um allan heim eru að leita nýrra leiða fram á við vísa ótal sögur af þrautseigju og von veginn fram. Bahá’í heimsfréttaþjónustan lítur til baka og skoðar nokkrar af þeim sögum sem fjallað var um árið 2024 og gefa innsýn í viðleitni bahá’ía til að stuðla að friðsælli heimi.
Íslamska lýðveldið Íran hefur hlotið ávítur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot sín, meðal annars á meðlimum bahá’í samfélagsins. Þetta kemur fram í nýrri ályktun þar sem segir að bahá’íar og aðrir þurfi að sæta „viðvarandi ströngum hömlum og auknum takmörkunum“ varðandi réttinn til hugsana-, samvisku og trúfrelsis.
EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.