Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

#OURSTORYISONE (Saga okkar er ein)


17. júní 2023 Höfundur: siá

 

BIC GENF—Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) stendur fyrir tveggja tíma atburði á netinu þann 18. júní til að heiðra minningu 10 bahá’í kvenna sem voru hengdar í Shíráz, Íran, fyrir 40 árum síðan og einnig til að varpa ljósi á þær fórnir sem íranskar konur yfirleitt hafa fært og eru að færa til að berjast fyrir réttlæti og jafnrétti. Herferðin nefnist #OurStoryIsOne


Viðburðurinn þann 18. júní hefst kl. 5:30 eftir hádegi GMT og mun standa í tvo tíma. Á meðan á þessu stendur býður Alþjóðlega bahá'í samfélagið (BIC) öllum að pósta eða endurtísta (retweet) #OurStoryIsOne.

Þetta átak á samfélagsmiðlum kallar eftir listrænu framlagi og opinberum umsögnum sem leggja áherslu á sameiginlega reynslu írönsku þjóðarinnar í baráttu sinni fyrir jafnrétti.


Nánari upplýsingar um bakgrunn og kringumstæðurnar að aftöku kvennanna 10 ásamt stuttorðuðum upplýsingum um ævi þeirra er að finna í þessari
BIC grein.

 

 

 

 

 

Nánari frétt hér og fleiri myndir:news.bahai.org.