Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Gleði ríkti þegar kólumbískt tilbeiðsluhús var vígt


23. júlí 2018 Höfundur: siá
Þátttakendur vígslunnar á sunnudag koma út úr bahá'í tilbeiðsluhúsinu í Norte del Cauca, Kólombíu, eftir að hafa beðist fyrir inni í því í fyrsta sinn.

Þátttakendur vígslunnar á sunnudag koma út úr bahá'í tilbeiðsluhúsinu í Norte del Cauca, Kólombíu, eftir að hafa beðist fyrir inni í því í fyrsta sinn.

 

AGUA AZUL, Kólombíu, 23. júlí 2018, (BWNS) — Meira en 1000 manns komu saman í dögun til að vera viðstaddir vígslu fyrsta kólombíska bahá'í tilbeiðsluhússins.

Vígsla musterisins markar tímamót í sögu bahá'í trúarinar í Norte del Cauca, þar sem trúin hefur skotið rótum í meira en fjóra áratugi.

“Við getum varla hamið gleði okkar þegar við gerum okkur grein fyrir því að nú höfum við tilbeiðsluhús hérna” sagði Carmen Rodriguez, frá Villa Rica, nálægu þorpi.

Rútur komu stuttu eftir dögun og fólk fór í röð við hliðina á stóru tjaldi þar sem athöfnin fór fram. Eftir fyrsta hluta athafnarinnar gengu þátttakendurnir í kringum aðalbygginguna til að fara með bænir.

“Ég trúi því að tilbeiðsluhúsið sé mjög mikilvægur staður, ekki aðeins fyrir Norte del Cauca heldur allt héraðið,” sagði Hender Martínez, úr nærliggjandi bæ, sem heitir Santander de Quilichao. “Andrúmsloftið inni í musterinu er alveg einstakt. Maður skynjar kyrrð og frið.”

Fólk gengur framhjá hliðarbyggingum tilbeiðsluhússins á leið sinni til aðal byggingarinnar. Fremst í flokki gengur Carmen Elisa de Sadeghian, fulltrúi Allsherjarhúss réttvísinnar við vígsluna. (til hægri)

Fólk gengur framhjá hliðarbyggingum tilbeiðsluhússins á leið sinni til aðal byggingarinnar. Fremst í flokki gengur Carmen Elisa de Sadeghian, fulltrúi Allsherjarhúss réttvísinnar við vígsluna. (til hægri)

 

Meðal viðstaddra við vígsluna var fulltrúi Allsherjarhúss réttvísinnar Carmen Lisa de Sadeghian, fyrirmenn staðarins og arkitekt tilbeiðsluhússins. Carmen las bréf frá Allsherjarhúsi réttvísinnar til viðstaddra. “Þetta tilbeiðsluhús er nú sýnilegt tákn um þá fegurð sem býr í því göfuga fólki sem býr á þessu svæði og útlit tilbeiðsluhússins vitnar um örlæti þjóðarinnar,” segir í bréfinu sem er dagsett 22. júlí 2018.

“Þetta sögulega augnablik er ekki endir ferils,” sagði Gustavo Correa, fyrrverandi meðlimur Allsherjarhúss réttvísinnar, þegar hann tók til máls við vígsluna. “Þetta er mjög mikilvægt skref í áttina að aukinni efnislegri og andlegri velmegun héraðsins.”

Jenny Nair Gómez, bæjarstjóri Villa Rica, hélt líka uppörvandi ræðu, þar sem hún sagði frá því þegar fyrst var rætt við hana um möguleikann á því að reisa tilbeiðsluhús á svæðinu. “Það er okkur mikill heiður að þetta tilbeiðsluhús sé staðsett í Norte del Cauca,” sagði hún glöð í bragði. Hún var ein fjögurra bæjarstjóra sem voru viðstaddir atburðinn.

Í ræðu sinni um sögu trúarinnar á svæðinu, sagði fyrrverandi meðlimur Allsherjarhúss réttvísinnar Dr. Farzam Arbab þetta: “Er við stöldrum við í dag eftir næstum því hálfa öld stöðugrar þróunar, leita á hugann nokkur orð, sem eru einkennandi fyrir fólkið á svæðinu, vonir þess og þrár: mjög mikil andlegur móttækileiki, andleg næmni, einlæg virðing fyrir vitsmunalegum afrekum, afar mikil hæfni til að gleðjast og þjást, sem styður hvort annað, fölskvalaus manngæska og hjartahlýja, óheft stefnufesta og geislandi andi sem vindar kúgunar geta ekki tortímt.”

Andi athafnarinnar endurspeglaðist í tónlist og þjóðdönsum sem gengdu lykilhlutverki við vígsluna.  “Tilbeiðsluhúsið: tákn um sögu okkar og framgang alls héraðsins,” söng tónlistarhópur um leið og dansarar sýndu dans. Dansinn, sem heitir “Sál Norte del Causa" fjallar um komu bahá'í trúarinnar til héraðsins og hvernig kenningar Bahá'u'lláh veita fólkinu von og innblástur. Hópurinn söng einnig lag sem heitir:"La Cumbia del Jardinero."

Eftir opnunarathöfnina leiddi Carmen Lisa de Sadeghian fyrsta hópinn af fimm inn í tilbeiðsluhúsið til að taka þátt í helgistund, sem samanstóð af bænum og tilvitnunum úr bahá'í ritunum. Sumar þeirra voru sungnar af kór. Að helgistundinni lokinni dvaldi fólkið smá stund í þögulli bæn, þar til það rýmdi fyrir næsta hópi.

Athöfnin á sunnudag var upphafið af vígslutíma sem mun standa yfir í einn mánuð. Gert er ráð fyrir að 1500 manns muni heimsækja tilbeiðsluhúsið í hverri viku til að taka þátt í sérstakri dagskrá sem ber heitið “Fyrsta heimsókn mín í bahá'í tilbeiðsluhús.” Dagskráin mun innihalda margt af því sem fram fór við sjálfa vígsluathöfnina. Þetta mun gera fleirum fært að taka þátt í þessum sögulega viðburði.

Vígsla tilbeiðsluhússins í Kólombíu fylgir í kjölfarið á vígslu annars staðartilbeiðsluhúss í Kambodíu í september og er undanfari vígslu fimm annarra bahá'í tilbeiðsluhúsa.  Stefnt er að því að musteri á Indlandi, Keníu,Vanuatu, Kóngó og á Papúa Nýju Guieníu verði vígð á næstu árum.

Á vef Bahá'í heimsfréttaveitunnar eru fleiri ljósmyndir og einnig tvö myndbönd. Annað þeirra er af blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við atburðinn og hinn fjallar um undirbúning vígslunnar.