Meira en 2000 manns, þverskurður mannkyns, hittust í Bahjí í dag til að halda upp á Ridván hátíðina til minningar um opinbera köllun Bahá'u'lláh sem boðberi Guðs.
Í dag kom út á netinu ný útgáfa ritsins „For the Betterment of the World" (Til að bæta heiminn) og var því einnig dreift til fulltrúanna á 12. alþjóðlega bahá'í þinginu
Nýr hluti vefsins um hátíðarhöldin sem haldin voru í tilefni af 200 ára afmæli Bahá'u'lláh inniheldur ítarlegar upplýsingar frá meira en 150 löndum-þar á meðal frá Íslandi.
Bahá'íar í Reykjavík héldu upp á fyrsta dag ridván hátíðarinnar, 21. apríl, í þjóðarmiðstöðinni og heimsóttu síðan landið sem bahá'íar í Hafnarfirði hafa fengið úthlutað.
Bahá'í samfélagið á Íslandi hélt móttöku í þjóðarmiðstöð sinni fyrir ræðumenn og gesti sem sóttu afar vel heppnaða og málefnalega ráðstefnu í Norræna húsinu um umdeilt frumvarp sem stendur til að leggja fyrir Alþingi varðandi bann við umskurði drengja.
Andleg svæðisráð bahá'ía í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi standa sameiginlega að hátíðarsamkomu í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1, sunnudaginn 29. apríl kl. 4, í tilefni af 9. degi ridván hátíðarinnar.
Kyrrðarstund og leshringur verður heima hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55 í Mosfellsbæ næstkomandi mánudagskvöld, kl 20.
Sunnudaginn 19. janúar 2025 stóð Bahá’í samfélagið í Kópavogi fyrir viðburði í tilefni af Degi heimstrúar (e. World Religion Day). Viðburðurinn fór fram í Lionssalnum í Hlíðarsmára. Viðburðurinn var listrænn og fjölbreyttur. Lesið var úr ritum nokkurra trúarbragða og farið með bahá’í bæn fyrir friði.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Á tímum þegar samfélög um allan heim eru að leita nýrra leiða fram á við vísa ótal sögur af þrautseigju og von veginn fram. Bahá’í heimsfréttaþjónustan lítur til baka og skoðar nokkrar af þeim sögum sem fjallað var um árið 2024 og gefa innsýn í viðleitni bahá’ía til að stuðla að friðsælli heimi.
Íslamska lýðveldið Íran hefur hlotið ávítur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot sín, meðal annars á meðlimum bahá’í samfélagsins. Þetta kemur fram í nýrri ályktun þar sem segir að bahá’íar og aðrir þurfi að sæta „viðvarandi ströngum hömlum og auknum takmörkunum“ varðandi réttinn til hugsana-, samvisku og trúfrelsis.
EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.