Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.
Tvö bahá'í ungmenni frá Íslandi, þau Matthildur Amalía Marvinsdóttir og Chadman Naimy, taka þátt í bahá'í ungmennaráðstefnu í Staffordshire á Englandi.
Um 50 börn, unglingar og fullorðnir mættu á sumarmót bahá’ía sem haldið var í Reykhólaskóla helgina 5. – 8. júlí síðastliðinn. Að venju var fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna. Á laugardeginum var farið til Skóga í Þorskafirði þar sem bahá’íar standa að skógrækt í samvinnu við Skógræktina. Þar plöntuðu ungir sem aldnir 400 trjám.
ESCH-BELVAL, Lúxemborg — Undanfarin þrjú ár hefur vaxandi samræða í Lúxemborg beinst að því að kanna hlutverk samfélagsins í að sigrast á áskorunum sem felast í óvirkni og félagslegri sundrung með því að rannsaka rætur slíks samfélagsmeins. Með milligöngu bahá’ía í Lúxemborg er leitast við að brúa bilið milli kenninga og hagnýtra framkvæmda með því að leiða saman fræðimenn og fulltrúa borgaralegs samfélags. Í Lúxemborgarháskóla eru haldnir umræðufundir þar sem leitast er við að efla hugsun um hvernig best sé að stuðla að samheldnara samfélagi.
BIC GENF – Í dag er ár liðið frá því að Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) hleypti af stokkunum átakinu #OurStoryIsOne (#SagaOkkarErEin) til heiðurs 10 bahá’í konum sem, á einni nóttu fyrir fjórum áratugum síðan, voru hengdar í borginni Shírāz í Íran fyrir trú sína.