„Náttúran er líkamning nafns Míns, Höfundarins, Skaparans.“ - Bahá'u'lláh
Fæðingarstaður Matthíasar Jochumssonar
Ég man það betur en margt í gær
Þá morgunsólin mig vakti skær
og tvö við stóðum í túni.
Þú bentir mér yfir byggðahring
Þar brosti við dýrðin allt í kring
Og fjörðurinn bláöldum búni.
Séra Matthías var víðsýnn maður. Hann skrifaði lofssamlega grein um Bahá'u'lláh og birti hana í blaðinu Íslending á aðfangadag, árið 1915 (hér má sjá síður 151 og 152 úr blaðinu).
Jochum Eggertsson
Bróðursonur Matthíasar, Jochum Magnús Eggertsson (1896-1966), var einn af fyrstu bahá'íunum á Íslandi. Eftir að hafa fengið 3var sinnum sömu vitrunina í draumi, sem benti honum á sannleiksgildi bahá'í trúarinnar og helgi staðarins sem Matthías fæddist á, keypti hann jörðina Skóga árið 1950 og hóf þar skógrækt. Hann setti niður plöntur og kom upp þúsundum barrplantna með sáningu. Jochum má telja til frumkvöðla skógræktar á Íslandi. Hann arfleiddi íslenska bahá'í samfélagið að landinu.
Jochum var rithöfundur og skáld. Hann skrifaði jafnan undir höfundarnafninu Skuggi.
Starfið fram til dagsins í dag
Eftir andlát Jochums, árið 1966, tók bahá'í samfélagið við starfinu. Þúsundir trjáplantna hafa verið gróðursettar. Til þess að gróðurinn geti þrifist er nauðsynlegt að girða landið gegn ásókn búfjár. Mikið átak hefur verið gert í þeim efnum, oft við erfiðar aðstæður. Starfið í Skógum er nú unnið í samstarfi og undir leiðsögn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.
Athöfn þegar tré ársins 2020, gráreynir, var útnefnt að Skógum í Þorskafirði
Ræða sem Halldór Þorgeirsson flutti að Skógum í tilefni af útnefningu trés ársins 2020.
Útvarpsþáttur um Skóga
https://www.ruv.is/utvarp/spila/lifga-vid-hinn-gamla-skog/32264/9jm641?f...
Kynningarbæklingur um Skóga
Kynningarbækling um Skóga í Þorskafirði er hægt að nálgast hér.