Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Lífið eftir dauðann



 

„Ó, mannssonur! Þú ert ríki mitt og ríki mitt gengur ekki á grunn, því óttast þú tortímingu? Þú ert ljós mitt og ljós mitt sloknar aldrei, því óttast þú útslokknun? Þú ert dýrð mín og dýrð mín fölnar ekki, þú ert kyrtill minn og kyrtill minn mun aldrei slitna. Þrey því í ást þinni á mér, svo að þú megir finna mig í dýrðarheimum.“ Bahá'u'lláh

 

Fóstur í móðurkviði þróar með sér ýmis líffæri sem það þarf ekki á að halda þar, en eru ómissandi í þessu lífi. Á sama hátt þarf maðurinn að þroska sál sína til að undirbúa sig fyrir næstu tilveru. Það gerir hann með því að rækta með sér í þessu lífi dyggðir eins og kærleika, réttlæti, umburðarlyndi og ást.

Í bókinni Hulin Orð, sem Bahá'u'lláh opinberaði, ávarpar Guð mannfólkið.

Ó, VERUNDARSONUR!
Statt sjálfum þér reikningsskap á hverjum degi áður en þú verður krafinn skilagreinar, því að fyrirvaralaust mun dauðinn koma til þín og þú verður kallaður til að standa reikningsskil gerða þinna.

 

Veraldir Guðs

 

Níu horna stjarna prýðir ýmsar bahá'í byggingar. Hún er líka oft notuð á legsteina.

Níu horna stjarna prýðir ýmsar bahá'í byggingar. Hún er líka oft notuð á legsteina.

Þegar lífinu lýkur hverfur líkaminn aftur til jarðarinnar, en sálin til Guðs.

Bahá'u'lláh staðhæfir: „Vita skalt þú í sannleika, að sálin heldur áfram að þróast eftir viðskilnaðinn við líkamann uns hún kemst í návist Guðs í þess konar ástandi og ásigkomulagi að hvorki framrás alda og árþúsunda né breytingar og umskipti þessa heims geta náð til hennar. Hún varir jafn lengi og ríki Guðs, yfirráð hans, vald og herradómur er við lýði.“ 

Það er því engin ástæða til að óttast dauðann. Hann ætti frekar að vera tilhlökkunarefni, ef maður leitast við að lifa göfugu lífi.

Ó SONUR HINS ÆÐSTA! Ég hef gert dauðann að sendiboða fagnaðar til þín. Því ert þú dapur? Ég hefi úthellt yfir þig dýrð ljóssins. Því hylur þú ásjónu þína?

 

Tengsl sálar og líkama

Opið hús á netinu. Eðvarð Taylor Jónsson ræðir um tengsl sálar og líkama, með hliðsjón af helgiritum bahá'í trúarinnar og rannsóknum vísindamanna á nærdauðareynslu. Líflegar umræður fylgja í kjölfarið.

 

Á mörkum lífs og dauða

 Í þessu myndbandi segir bahá'iinn Rene Pasarow frá nærdauðareynslu sinni. Enskt tal.