Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

„Dagur heimstrúar“ haldinn í Kópavogi


22. janúar 2025 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

Sunnudaginn 19. janúar 2025 stóð Bahá’í samfélagið í Kópavogi fyrir viðburði í tilefni af Degi heimstrúar (e. World Religion Day). Viðburðurinn fór fram í Lionssalnum í Hlíðarsmára.

Halldór Þorgeirsson flutti ávarp við upphaf dagskrár þar sem hann útskýrði tilgang dagsins. Hann lagði áherslu á mikilvægi einingar mannkyns og heimsfriðar, sem er ein af grundvallarhugsjónum bahá’í trúarinnar.

Viðburðurinn var listrænn og fjölbreyttur. Lesið var úr ritum nokkurra trúarbragða og farið með bahá’í bæn fyrir friði. Arianna Ferro, Bahía Aurelie Ferro og Sharon Raffaella Sigurðardóttir fluttu frumsamin lög byggð á bahá'í bænum. Eðvarð T. Jónsson og Margrét Gísladóttir lásu upp frumsamin ljóð og Charman Ían Naimi flutti píanóverk, Scherzo nr. 3 op. 39 eftir Chopin.

Að lokinni dagskrá var boðið upp á veitingar og tækifæri til óformlegs samtals. Viðburðurinn skapaði vettvang fyrir samveru og uppbyggjandi samskipti, þar sem áhersla var lögð á samkennd og einingu þvert á trúarbrögð.

Hér fyrir neðan er upptaka frá völdum hlutum viðburðarins: