Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Eining mannkyns



 

„Jörðin er aðeins eitt ættland og mannkynið þegnar þess“ 

Tilvitnunin hér að ofan er mjög einkennandi fyrir meginstefið í boðskap Bahá'u'lláh, kenningu hans um einingu mannkyns. 

Fyrri opinberendur Guðs sögðu fyrir um framtíðarríki friðar, réttlætis og einingar á jörðinni. Baháʼuʼlláh kennir að þessi tími fari nú í hönd.

Eining er nauðsynleg undirstaða allra framfara að sögn Baháʼuʼlláh: „Velferð mannkyns, friður þess og öryggi, verður aldrei að veruleika fyrr en eining þess hefur verið tryggilega grundvölluð.“  Hann staðhæfir jafnframt: Svo máttugt er ljós einingar, að það getur uppljómað alla jörðina.“

 

Eining í fjölbreytileika

Bahá'í heimssamfélagið endurspeglar þessa hnattvíðu sýn. Það er þverskurður af mannkyninu.

Engin önnur trú er landfræðilega útbreiddari en baháʼí trúin, að kristindómi einum undanskildum. Baháʼí samfélög eru starfandi í meira en 200 löndum. Yfir 5 milljónir manna játa trúna. Hún er einstæð fyrirmynd hvað varðar samlyndi og einingu ólíkra menningarheima. Einkunnarorð hennar eru „eining í fjölbreytileika.“

 

Fræðslumynd með íslenskum texta um mannbætandi starf bahá'í samfélaga í ýmsum löndum.