„Heilög orð og hreinar og góðar gerðir stíga upp til himins guðdómlegrar dýrðar.“ - Bahá'u'lláh
Bahá'í trúin sér í unglingum fórnfýsi, næma réttlætiskennd og þrá til að byggja upp betri heim.
Unglingum á aldrinum 12-14 ára er boðið upp á námskeið sem hjálpar þeim að greina muninn á uppbyggilegum og eyðileggjandi öflum í þjóðfélaginu og skilja áhrif þeirra. Þeir læra að bæta tjáningarhæfni sína og auka þann siðferðilega styrk sem þeir þurfa á að halda til að geta orðið göfugir einstaklingar sem starfa til góðs fyrir alla. Unglingahóparnir taka oft að sér þjónustuverkefni sem gagnast þeirra nánasta umhverfi.
Hafðu samband við bahá'ía í þínu samfélagi ef þig langar til að vera með í unglingahóp. Þú getur líka hringt til bahá'í þjóðarskrifstofunnar í síma 567 0344, eða sent tölvupóst á: bahai[hjá]bahai.is til að kanna hvað er í boði hverju sinni.
Myndband á ensku um námskeið fyrir unglinga, sem bahá'íar bjóða upp á.