Sex ný baháʼí rit eru nú komin á vefbókasafn samfélagsins og níu til viðbótar verða þar aðgengileg innan skamms. Flestar þessara bóka eru með pdf-sniði sem einfalt er að hlaða niður og lesa í vafra. Unnið er að því hörðum höndum að forsníða allar pdf-skrárnar fyrir bókasafnið. Fjórar af þessum bókum eru nýþýddar, þ.e. Úrval úr ritum Bábsins, Paris Talks (sem á íslensku fær heitið Mannleg tilvist og máttur Guðs), Kristur og Bahá’u’lláh og Sögur af ‘Abdu’l-Bahá. Hér fer á eftir listi yfir bækur sem eru komnar í bókasafnið og þær sem eru væntanlegar:
Nýjar á vefbókasafninu:
Kitáb-i-Aqdas, Hin helgasta bók Úrval úr ritum Bábsins. Ný þýðing Guðlegt réttlæti í nánd, endurskoðuð þýðing Bahá'u'lláh. Kynning upplýsingamiðstöðvar Alþjóðlega bahá’í samfélagsins. Hagsæld mannkyns Bahá’u’lláh og nýi tíminn Bahá’u’lláh: Líf Hans og opinberun
Væntanlegar:
Sáttmálinn. Erfðakrár Bahá’u’lláh og ‘Abdu’l-Bahá Mannleg tilvist og máttur Guðs. – Ávörp ‘Abdu’l-Bahá í París og London 1911-1913. Ný þýðing. Kristur og Bahá'u'lláh. Ný þýðing. Lind lifandi vatna Huqúqu’lláh - Réttur Guðs Sögur af 'Abdu'l-Bahá. Ný þýðing Hjónaband og fjölskyldulíf Þjófur á nóttu Og sólin rís.
MEPs denounce Iran’s campaign against Bahá’ís as “persecution by design,” “a state-engineered crime against humanity,” and a “continuing pattern of tyranny.”
In this second installment, Moojan Momen explores how Bahá’u’lláh’s teachings reshaped early Bahá’í community life in Iran and inspired new forms of collective action.
BIC statement to African and European Heads of State and Government emphasizes implications of interdependence and expanding conceptions of progress and development.