Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nýtt rit komið út: Skipan komið á heiminn


16. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Mynd af bókinni Skipan komið á heiminn

Samantektin Skipan komið á heiminn er komin út í íslenskri þýðingu og er til sölu í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni.

Bahá’í útgáfan hefur gefið út nýja samantekt sem ber heitið Skipan komið á heiminn – Uppbygging og varðveisla traustra hjónabanda.

Samantektin var unnin af Rannsóknadeild Allsherjarhúss réttvísinnar og kom út í ágúst 2023 á ensku. Hún hefur verið þýdd yfir á íslensku og er nú til sölu í Bahá’í þjóðarmiðstöðinni. Hún er 57 síður á lengd í A5 stærð og kostar 3.500 kr.

Í samantekinni er að finna 23 nýþýddar tilvitnanir úr bahá’í ritunum, þrjár frá Bahá’u’lláh og tuttugu frá ‘Abdu’l‑Bahá, þar á meðal nokkrar bænir. Á baksíðu samantektarinnar segir að það sé „von Allsherjarhússins að þessi samantekt muni hleypa nýjum krafti í áframhaldandi viðleitni vinanna til að dýpka skilning sinn á þessari mikilvægu stofnun og hún veki til innihaldsríkra umræðna um það lífsnauðsynlega hlutverk sem hjúskaparsáttmálinn gegnir í almennri reglu, velferð og einingu í öllum mannlegum samskiptum.“