Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ný bænabók á tungumáli maóra tengir hjörtun við hið guðlega


12. October 2018 Höfundur: siá
Bahá'í bænir, þýddar á maori tungumálið voru lesnar á viðburði í tilefni af útgáfu bahá'í bænabókar, sem var gefin út fyrir skömmu. Hér les Huti Watson bæn.

Útgáfu bahá'í bænabókar á tungumáli maóra var fagnað á samkomustað  samfélags maóra í nágrenni Hamilton, Nýja Sjálandi.

 

HAMILTON, Nýja Sjálandi, 27. september 2018, (BWNS) —Bahá'í bænabók á tungumáli maóra er komin út. Áður höfðu komið út ritin Hulin Orð eftir Bahá'u'lláh og Bahá'u'lláh og nýi tíminn eftir Dr. J.E. Esslemont.

Dr. Roa prófessor í frumbyggjafræðum og rannsóknum á menningu maóra, var einn af þýðendum bókarinnar sem tók mörg ár og var mikið vandaverk. Þýðing rita á tungumáli maóra var eitt af þeim verkum sem Andlegt þjóðarráð bahá'ía á Nýja Sjálandi lagði mikla áherslu á. Nokkrir bahá'íar unnu verkið undir leiðsögn dr. Roa, sem hefur þýtt aðra andlega texta á tungumál maóra, þar á meðal Biblíuna og Kóraninn.

Bahá'í bænir, þýddar á maori tungumálið voru lesnar á viðburði í tilefni af útgáfu bahá'í bænabókar, sem var gefin út fyrir skömmu. Hér les Huti Watson bæn.

Bahá'í bænir, þýddar á tungumáli maóra voru lesnar á viðburði í tilefni af útgáfu bahá'í bænabókar, sem var gefin út fyrir skömmu. Hér les Huti Watson bæn.

 

Ítarlegri umfjöllun, á ensku, er hér.