Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Helgistund og samvera á netinu veitir innblástur og gleði


18. apríl 2020 Höfundur: siá

 

Helgistund og samvera sem haldin er vikulega á netinu á laugardögum kl. 11 fyrir hádegi, fór fram í þriðja sinn í morgun, 18. apríl. Tíu bahá'íar á Íslandi hittust á netinu með aðstoð zoom fjarfundarbúnaðarins til að fara með bænir vegna heimsfaraldursins og til að eiga saman notalega stund. Fjögur voru á Akureyri, þrjú í Reykjavík og þrjú í Kópavogi. Á undan og á eftir bænastundinni var skipst á fréttum og rætt um ástandið í heiminum. Til stendur að halda þessum vikulegu fundum áfram, þar sem þessi stund veitir þeim sem taka þátt bæði gleði og innblástur. Allir eru velkomnir. 

Ein þátttakendanna, Banu Naimy, tók þessa mynd meðan á samverunni stóð.

Ein þátttakendanna, Banu Naimy, tók þessa mynd meðan á samverunni stóð.