Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ísland tekur þátt í fjölþjóðlegu kennsluátaki


7. July 2021 Höfundur: siá
 

 

 
Sunnudaginn 4. júlí hófst fjölþjóðlega kennsluátakið „Norðurljós“ (Northern Lights) sem bahá’íar frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Skotlandi tóku þátt í. Yfir 100 manns tók þátt að þessu sinni en áætlað er að halda slíkt átak á sex vikna fresti á þessu ári. Það var einstakur kraftur sem fylgdi því að löndin kæmu saman og mikil hvatning í því að finna að allir væru sameinaðir og ákafir í að deila anda trúarinnar með öðrum.
 
Á Íslandi voru þrír hópar sem hittust þ.e. í Reykjanesbæ, Reykjavík og á Akureyri, alls fimmtán manns. Dagskráin var skipulögð á þann hátt að allir þátttakendur voru saman í upphafi og í lokin en þess á milli fór hver hópur fyrir sig í gegnum ákveðið efni, átti samráð og setti sér markmið. Tímann eftir hádegi nýttu þátttakendur til að eiga innihaldsrík samtöl innblásin af því efni, hvatningu og þeim umræðum sem áttu sér stað fyrir hádegi. Um kvöldið komu þátttakendur saman aftur, margir deildu þeim skrefum sem tekin voru og þeim lærdómi sem ávannst. Dagurinn var fullur af gleði og hvatningu.