Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Skógar í Þorskafirði sumarið 2021


7. júlí 2021 Höfundur: siá

 

Unnið við gerð göngustíga í gamla skóginum.

Unnið við gerð göngustíga í gamla skóginum.

 

Eygló Gísladóttir sendi þessa frétt:

 

Í Skógum í Þorskafirði hefur verið stunduð skógrækt frá því upp úr 1950. Elsti hluti skógarins er nú vaxinn háum trjám af ýmsum tegundum og yrkjum: birki, reyni, greni, furu og þöll svo nokkrar séu nefndar. Hann er víða orðinn torfær vegna þrengsla og því hefur verið hafist handa við að gera greiðfærar gönguleiðir í elsta hlutanum. Þarna hafa fjölmargir sjálfboðaliðar komið að verki og unnið mikið og þarft starf við að opna upp skóginn og brúa læki. Veðrið hefur leikið við þátttakendur í sumar og aukið á gleðina við að vinna skóginum gagn.

 

Jafnframt stígagerð í elsta hluta skógarins er unnið að því að hlú að nýju skógræktinni með áburðargjöf og grassáningu.