Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Vefbókasafnið birtir íslenskar þýðingar á töflum 'Abdu'l-Bahá


29. August 2021 Höfundur: siá

Fram að 100 ára ártíð ‘Abdu’l-Bahá 27. nóvember næstkomandi mun baháʼí vefbókasafnið birta reglulega íslenskar þýðingar á töflum ‘Abdu’l-Bahá sem birtust í bók sem gefin var út á vegum Allsherjarhúss réttvísinnar fyrr á þessu ári og nefnist Ljós heimsins: Úrval úr töflum ‘Abdu’l-Bahá. Fyrstu fjórar töflurnar birtast á vefbókasafninu í dag. Í þessum töflum segir ‘Abdu’l‑Bahá frá lífi Bahá’u’lláh, þrengingunum sem Hann þoldi, atburðum í heimalandi Hans, tilgangi og mikilvægi trúar Hans og eðli og þýðingu sáttmálans sem Hann gerði við fylgjendur sína. - Eðvarð T. Jónsson.