Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá’íar um allan heim minnast dags Sáttmálans.


26. nóvember 2022 Höfundur: siá
'Abdu'l-Bahá, miðja Sáttmálans

'Abdu'l-Bahá, miðja Sáttmálans.

 

25/26. nóvember: Bahá’íar um allan heim minnast dags Sáttmálans.

Dagur Sáttmálans er sérstakur helgidagur í bahá’í trú þar sem þess er minnst að ‘Abdu’l-Bahá var útnefndur miðja Sáttmála Bahá‘u‘lláh og eini túlkandi ritninganna eftir daga hans. Vegna þess hefur eining trúarinnar haldist og hún ekki skipst upp í fylkingar.

Á degi Sáttmálans er ekki eingöngu fagnað einingu trúarinnar, heldur einnig stóra sáttmálans á milli Guðs og mannkyns. Í þeim sáttmála er hlutverk mannkyns að bera kennsl á opinberanda Guðs og fylgja þeirri leiðsögn sem opnast mannkyni á hverjum tíma fyrir sig. Mannkynið mun aldrei vera skilið eftir eitt og án leiðsagnar. Leiðsögnina í dag fáum við frá opinberanda Guðs fyrir okkar tíma, Bahá’u’lláh.