Bahá'íar um allan heim minnast í nótt uppstigningar 'Abdu'l-Bahá fyrir rúmlega einni öld síðan. Hann andaðist í Landinu helga árið 1921.
Vitjunartafla 'Abdu'l-Bahá er oft sögð á helgidögum sem tengjast honum, svo sem þegar minnst er uppstigningar hans, 28. nóvember. Hér syngur Luke Slott bænina á undurfagran hátt. Myndefnið er af líkani helgidóms 'Abdu'l-Bahá sem er í byggingu.