Nýtt ávarp frá Skrifstofu alþjóðlega bahá‘í samfélagsins (BIC) í Brussel fjallar um eina af mest aðkallandi spurningum sem Evrópa stendur frammi fyrir í dag—hvernig hægt er að sigrast á rasisma og annars konar fordómum. Ávarpið sem nefnist “Reflections on the implementation of action plans against racism: Fostering social cohesion at the grassroots,” (Athugun á því hvernig hægt er að hrinda í framkvæmd aðgerðum gegn rasisma: Stuðlað að samstöðu í grasrótinni) var gefið út á sama tíma og ráðstefna Evrópusambandsins var haldin í síðustu viku í Stokkhólmi, Svíþjóð, en hún fjallaði um hvernig hrinda mætti í framkvæmd aðgerðum meðlimaþjóðanna gegn rasisma. ► Nánar á BWNS: https://news.bahai.org/story/1644/