Perlan ómetanlega (titill á frummáli: The Priceless Pearl) er nú aðgengileg á vefbókasafninu í PDF formi, með efnisyfirliti, atriðisorðum og öllum myndum.. Hönd málstaðarins Rúḥíyyih Rabbání, e.t.v. betur þekkt sem Rúḥíyyih Khánum, er höfundur bókarinnar, og fjallar hún ítarlega um ævi og störf Verndara trúarinnar, Shoghi Effendi. Bókina þýddi Eðvarð Taylor Jónsson og var hún fyrst gefin út á íslensku af Bahá'í útgáfunni árið 2015.
Bókin er sú fyrsta til að birtast á vefbókasafninu undir kaflanum „Aðrar bahá’í bókmenntir“: „Verk einstakra höfunda“. Fleiri bækur eru væntanlegar.
Sunnudaginn 19. janúar 2025 stóð Bahá’í samfélagið í Kópavogi fyrir viðburði í tilefni af Degi heimstrúar (e. World Religion Day). Viðburðurinn fór fram í Lionssalnum í Hlíðarsmára. Viðburðurinn var listrænn og fjölbreyttur. Lesið var úr ritum nokkurra trúarbragða og farið með bahá’í bæn fyrir friði.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Á tímum þegar samfélög um allan heim eru að leita nýrra leiða fram á við vísa ótal sögur af þrautseigju og von veginn fram. Bahá’í heimsfréttaþjónustan lítur til baka og skoðar nokkrar af þeim sögum sem fjallað var um árið 2024 og gefa innsýn í viðleitni bahá’ía til að stuðla að friðsælli heimi.
Íslamska lýðveldið Íran hefur hlotið ávítur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot sín, meðal annars á meðlimum bahá’í samfélagsins. Þetta kemur fram í nýrri ályktun þar sem segir að bahá’íar og aðrir þurfi að sæta „viðvarandi ströngum hömlum og auknum takmörkunum“ varðandi réttinn til hugsana-, samvisku og trúfrelsis.
EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.