BIC New York — Eftir því sem störf taka breytingum, vegna stafrænnar tækni, sjálfvirkni og gervigreindar, ásamt öðrum tæknilegum eða þjóðfélagslegum öflum, kalla ýmsar spurningar á svör: Hver er tilgangur starfa? Hvers konar líf stuðlar að hamingju? Hvers konar þjóðfélög viljum við skapa?
Skrifstofa Bahá‘í alþjóðlega samfélagsins í New York (BIC) veltir fyrir sér þessum spurningum í nýju ávarpi sem nefnist “Employment and Beyond: Drawing on the Capacities of All to Contribute to Society,” (Atvinna og annað sem hana varðar: Geta allra til að leggja sitt að mörkum til að stuðla að betra samfélagi). Ávarpið var kynnt á 61. fundi Sameinuðu þjóðanna um þjóðfélagsþróun.
Í ávarpinu er lagt til að forsendur efnahagslíkana varðandi störf verði endurskoðaðar. Í mörgum tilfellu, segir BIC, hefur atvinna þróast frá því að vera aðeins leið til að lifa af yfir í að efla skapandi hugsun meðal einstaklinga til að stuðla að velmegun samfélagins.
Nánar hér: https://news.bahai.org/story/1653/