21. apríl-2. maí: Ridvánhátíðin. Hátíðin er sú helgasta í bahá‘í trú. Hún er haldin til að minnast þess þegar Bahá‘u‘lláh yfirlýsti köllun sína í garði fyrir utan Bagdað árið 1863. Þessi garður var síðan kallaður Ridvángarðurinn – garður paradísar. Haldið er sérstaklega upp á fyrsta, níunda og tólfta daginn. Á þessum dögum eiga bahá‘íar að taka sér frí frá vinnu til að halda upp á hátíðina. Á fyrsta degi ridván fer einnig fram kosning til andlegra svæðisráða, ár hvert.