Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Láta af störfum eftir margra ára þjónustu í Landinu helga


22. apríl 2023 Höfundur: siá
Frá vinstri til hægri: Stephen Birkland og Stephen Hall

Frá vinstri til hægri: Stephen Birkland og Stephen Hall

 

BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN  — Tveir af meðlimum Allsherjarhúss réttvísinnar hætta störfum við stofnunina eftir margra ára þjónustu við Bahá‘í heimsmiðstöðina.

Stephen Birkland, 71, og Stephen Hall, 69, sem hafa þjónað á alþjóðlegu stjórnstofnun bahá‘í trúarinnar í 13 ár, báðu um leyfi til að segja upp starfi sínu á síðasta ár. Hús réttvísinnar samþykkti beiðni þeirra og tilkynnti í nóvember 2022 að Stephen Birkland og Stephen Hall myndu hætta eftir 13 alþjóðaþingið sem verður haldið seinna í þessum mánuði. Þingið verður haldið frá 29. apríl til 2. maí 2023 í Haífa. Búist er við því að 1400 fulltrúar alls staðar að úr heiminum sæki þingið.

Stephen Birkland er frá Bandaríkjunum og Stephen Hall er frá Ástralíu. Báðir þessir meðlimir voru kosnir fyrst á Allsherjarhús réttvísinnar árið 2010.