BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Um það bil 1400 fulltrúar frá fleiri en 170 löndum eru komnir til Haífa til að taka þátt í alþjóðlega bahá‘í þinginu. Þingið er haldið á fimm ára fresti í heimsmiðstöð trúarinnar, sem er bæði stjórnarfarsleg og andleg miðstöð bahá‘í heimssamfélagsins.
Á alþjóðaþinginu munu þessir fulltrúar, sem eru þverskurður af mannkyninu, taka þátt í samráðsfundum og kjósa alþjóðlegu stjórnstofnun bahá‘í trúarinnar, Allsherjarhús réttvísinnar.
Á samráðsfundunum verður fjallað um hvernig bahá‘í heimssamfélagið getur eflt viðleitni sína til að stuðla að friði á jörðinni. Þessi viðleitni felur meðal annars í sér fræðslustarf, sem miðar að því að auka hæfni þátttakendanna til að byggja upp betri samfélög. Auk þess er gaumur gefinn að þróunarstarfi og þátttöku í umræðum um þjóðfélagsmál.
Fulltrúarnir sem sækja alþjóðaþingið eru meðlimir andlegra þjóðarráða sinna landa. Þjóðarráðin, sem eru kosin árlega hvetja, leiðbeina og stuðla að starfsemi bahá‘í samfélaga hvers lands fyrir sig.
Þingið stendur frá 29. apríl til 2. maí. Á fyrsta degi þingsins munu fulltrúarnir hittast til að kjósa níu meðlimi Allsherjarhúss réttvísinnar til fimm ára.
Fulltrúarnir undirbjuggu sig fyrir þingið með því að biðjast fyrir við helgidóm Bahá‘u‘lláh í Bahjí.
Nánar hér: https://news.bahai.org/story/1656/