Einstaklingar, samfélög og stofnanir leitast við að virkja mátt trúarinnar til að styrkja þjóðfélagið.
Þátttakendum alþjóðaþingsins býðst að horfa á þetta 4 mínútna langa myndband sem er sýnt á sýningu sem fjallar um viðleitni bahá'í heimssamfélagsins til að koma á þjóðfélagsbreytingum. Þar er um að ræða fræðslustarf sem miðar að því að auka hæfni fólks til að bæta samfélagið. Auk þess er fjallað um þátttöku bahá'ía í ýmis konar ráðstefnum og þingum sem fjalla um þjóðfélagsmálefni.
Hluti sýningarinnar er nálægt því svæði þar sem skráning á alþjóðaþingið fór fram, eins og sjá má á myndinni, sem tekin var fyrir nokkrum dögum.