Þessa dagana eru allir níu meðlimir Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi staddir á alþjóðaþinginu við heimsmiðstöð bahá'í trúarinnar í Landinu helga. Á miðvikudaginn báðust meðlimirnir fyrir við helgidóm Bahá'u'lláh í Bahjí, helgasta stað trúarinnar. Nöfn allra átrúenda á Íslandi voru lesin upp og beðið fyrir hverjum og einum þeirra. Myndin sem fylgir þessari frétt var tekin að aflokinni bænastundinni.