Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

“For the Betterment of the World” (Til að bæta heiminn): Ný útgáfa ritsins kemur út á heimsþinginu


1. maí 2023 Höfundur: siá

1. maí, 2023

 

 

BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN —  Ný útgáfa ritsins For the Betterment of the World (Að bæta heiminn) er komin út. Ritið fjallar um starfsemi bahá‘í samfélagsins, í samvinnu við fólk úr öllum stéttum sem lætur sig þjóðfélagsmál varða, til að stuðla að efnahagslegri og samfélagslegri framþróun.

Þetta rit, sem Bahá’í International Development Organization Centre (Alþjóðlega bahá‘í þróunarstofnunin) við Bahá‘í heimsmiðstöðina gaf út, veitir innsýn í hvernig bahá‘í þjóðfélags- og efnahagsþróun er framkvæmd.

Grundvallareinkenni þessa starfs, segir í ritinu, er skipulag, sem er í stöðugri þróun, sem felur í sér sameiginlegt lærdómsferli, byggt á andlegum meginreglum sem finna má í bahá‘í kenningunum og þeirri sannfæringu að allir menn „hafa verið skapaðir til að stuðla að siðmenningu sem er í stöðugri þróun.“ Ritið fjallar um nokkur grundvallaratriði þessa ramma með dæmum af starfseminni um víða veröld.