Bahá‘í heimsþinginu lauk í dag, eftir nokkra daga samráð á meðal fulltrúanna um ferlið sem miðar að því að auka getu íbúanna á hverjum stað. Slík starfsemi er þegar hafin í samfélögum um allan heim, til að stuðla að andlegri, siðferðislegri og efnahagslegri framþróun þjóðfélagsins.
Ráðgjafi frá Evrópu stjórnaði morgunfundinum 30. apríl. Á honum voru skilaboð Allsherjarhúss réttvísinnar meðal annars lesin, samráð var haft og tónlistaratriði flutt.
Sjá nánar hér, þar á meðal fjölmargar ljósmyndir til viðbótar: https://news.bahai.org/story/1664/