Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Einn af stærstu helgidögum bahá'í trúarinnar haldinn hátíðlegur um allan heim


24. maí 2023 Höfundur: siá

 

Helgidómur Bábsins á Karmelfjalli er upplýstur að nóttu til.

Helgidómur Bábsins á Karmelfjalli er upplýstur að nóttu til.

 

Yfirlýsingarhátíð Bábsins, fyrirrennara Bahá'u'lláh, hófst i kvöld. Yfirlýsing Bábsins átti sér stað í borginni Shíráz í Persíu 23. maí, árið 1844. Þessi atburður var upphaf bahá'í trúarinnar. Bábinn var fyrirrennari Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Í helgiritum mannkyns, þar á meðal í Biblíunni, eru spádómar sem benda á árið 1844 þegar fyrirheitið um endurkomu Krists mundi rætast. Biblían bendir líka á árið 1260. Það merkilega er að árið 1260 samkvæmt tímatali múslima er árið 1844 samkvæmt okkar tímatali.