Yfirlýsingarhátíð Bábsins, fyrirrennara Bahá'u'lláh, hófst i kvöld. Yfirlýsing Bábsins átti sér stað í borginni Shíráz í Persíu 23. maí, árið 1844. Þessi atburður var upphaf bahá'í trúarinnar. Bábinn var fyrirrennari Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Í helgiritum mannkyns, þar á meðal í Biblíunni, eru spádómar sem benda á árið 1844 þegar fyrirheitið um endurkomu Krists mundi rætast. Biblían bendir líka á árið 1260. Það merkilega er að árið 1260 samkvæmt tímatali múslima er árið 1844 samkvæmt okkar tímatali.