Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

‚‚Ofbeldisverk‘‘


28. maí 2023 Höfundur: siá

 

 

BIC NEW YORK — Vopnaðir hútar réðust inn á friðsamlega samkomu bahá‘ía í Sanaa, Jemen, 25. maí síðastliðinn. Þeir handtóku og numu með valdi á brott að minnsta kosti 17 manns, þar á meðal 5 konur. Þetta er ekki fyrsta árásin sem samfélag bahá‘ía í Jemen hefur orðið fyrir, því samfélag þeirra sætir stöðugum ofsóknum í landinu. Alþjóðlega bahá‘í samfélagið (BIC) krefst þess að föngunum verði tafarlaust sleppt.

Árásin í Sanaa, Jemen, átti sér stað þegar hópur bahá‘ía höfðu safnast saman á einkaheimili til að kjósa stjórnarfarsstofnun bahá‘í samfélagsins á landsvísu.

Árásin í Sanaa, Jemen, átti sér stað þegar hópur bahá‘ía höfðu safnast saman á einkaheimili til að kjósa stjórnarfarsstofnun bahá‘í samfélagsins á landsvísu.