Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hlaðvarp: Fræðsluverkefnið „Undirbúningur fyrir samfélagsaðgerðir (UFSA)“ kannað.


4. október 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Mynd af viðmælendum og stjórnanda hlaðvarpsþáttarins.

Í þessum hlaðvarpsþætti heyrum við hvernig fólk er að læra að beita vísindalegri þekkingu ásamt andlegum meginreglum til að þróa samfélag sitt.

BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Nýr hlaðvarpsþáttur frá heimsfréttaþjónustunni kannar hvernig undirbúningur fyrir samfélagsaðgerðir (UFSA, e. Preparation for Social Action - PSA), sem er fræðsluverkefni sem innblásið er af bahá’í trúnni, er að auka getu fólks til að beita vísindalegri þekkingu ásamt andlegum meginreglum á þróun samfélaga sinna.

Í þessum þætti ræðir Elisa Cooper, sem vinnur náið með neti bahá’í-innblásinna stofnana um allan heim sem eru að öðlast reynslu af UFSA, við tvö ungmenni sem þjóna við Bahá’í heimsmiðstöðina, þau Karishma Nair frá Indlandi og Alex Kalumba frá Sambíu, til að ræða hvernig áætlunin hefur áhrif á ýmsa þætti samfélagsins, þar á meðal menntun, umhverfisvernd, landbúnað og heilsu.

Í umræðunni er sú hugmynd könnuð hvort umbreyting einstaklingsins sé órjúfanlega tengd sameiginlegri umbreytingu fólks. Þetta gefur til kynna, útskýrir Nair, að fólk „myndi ekki aðeins hugsa um eigin þroska eða þróun fjölskyldu sinnar heldur einnig hvernig það getur hjálpað samfélagi sínu.“

Kalumba tekur undir þessa hugmynd og bætir við að „það er ekki hægt að þróa getu til þjónustu í einangrun – það þarf þátttöku annarra.“

Kjarninn í UFSA áætluninni, útskýrir Cooper, „er sú sýn að byggja upp efnislega og andlega farsælan heim þar sem allir geta lagt sitt af mörkum og allir geta notið góðs af.“

 

Mynd frá samtalinu. Stjórnandinn í forgrunni.

Í þessum þætti ræðir Elisa Cooper, sem vinnur náið með neti bahá’í-innblásinna stofnana um allan heim sem eru að öðlast reynslu af UFSA, við tvö ungmenni sem þjóna við Bahá’í heimsmiðstöðina, þau Karishma Nair frá Indlandi og Alex Kalumba frá Sambíu, til að ræða hvernig áætlunin hefur áhrif á ýmsa þætti samfélagsins, þar á meðal menntun, umhverfisvernd, landbúnað og heilsu.

 

Vertu áskrifandi að hlaðvarpi Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar.

RSS  |  Spotify  |  Apple Podcasts  |  SoundCloud  |  Tunein  |  iHeart  |  Stitcher