Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

AÐ SIGRAST Á KYNÞÁTTAFORDÓMUM: Hlúð að félagslegri samheldni og samstöðu í grasrótinni í Svíþjóð


6. október 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Máluð mynd, líklega af börnum, sem sýnir hús og blokkir í borg.

Samkoma sem haldin er af Alþjóðlega bahá’í samfélaginu (BIC) og bahá’íum í Svíþjóð byggir á innsýn frá bahá’í samfélagsuppbyggingarstarfi sem stuðlar að þjóðfélagslegri samheldni í grasrótinni.

STOKKHÓLMUR, Svíþjóð — Getur þjóðfélag tekið raunverulegum framförum þegar þegnar þess búa hlið við hlið en eru samt órafjarri hver öðrum, leiðir þeirra mætast ekki og öll samskipti eru í lágmarki? Málstofa í Stokkhólmi fjallaði nýlega um þessa spurningu og vaxandi áhyggjur af kynþáttamisrétti um alla Evrópu. Tilgangurinn var að kanna mikilvægi þess að efla félagslegar sættir og samlyndi í grasrótinni.

Málstofan var skipulögð í samstarfi við skrifstofu Alþjóðlega bahá’í samfélagsins í Brussel (BIC), varaborgarstjóra Stokkhólms og fulltrúa hans, og skrifstofu ytri samskipta hjá Bahá’í samfélaginu í Svíþjóð.

Mynd af þátttkendum málstofu.

Málstofan var skipulögð í samstarfi við skrifstofu Alþjóðlega bahá’í samfélagsins í Brussel (BIC), varaborgarstjóra Stokkhólms og fulltrúa hans, og skrifstofu ytri samskipta hjá Bahá’í samfélaginu í Svíþjóð. Á henni komu saman embættismenn, ýmsir leiðandi aðilar í þjóðfélaginu og meðlimir borgaralegra samtaka til að kanna hvernig mætti stuðla að þjóðfélagslegri samheldni og samstöðu.

Málstofan var hluti af áframhaldandi viðleitni skrifstofunnar í Brussel og bahá’íanna í Svíþjóð til að leggja af mörkum til umræðunnar um þjóðfélagslega samheldni og samstöðu. Á henni komu saman embættismenn, ýmsir leiðandi aðilar í þjóðfélaginu og meðlimir borgaralegra samtaka.

Löggjöf ein og sér er ekki nóg

Þessar umræður í höfuðborg Svíþjóðar fjölluðu ekki aðeins um hlutverk stefnumótunar þegar tekist er á við kynþáttafordóma heldur  einnig um innsýn bahá’í  trúarinnar í starfi að samfélagsuppbyggingu, þar sem andlegar meginreglur, svo sem eining mannkyns, eru lagðar til grundvallar þeim málefnum og áskorunum sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir.

Rachel Bayani frá bahá’í skrifstofunni í Brussel sagði: „Kynþáttamisrétti og fordómar eru meðal stærstu áskorana sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Lög um alhliða ráðstafanir, eins og aðgerðaáætlun Evrópusambandsins gegn kynþáttafordómum 2022–2025 og samþykkt aðildarríkja ESB um innlendar aðgerðaáætlana eru mikilvæg framfaraskref en eins og bent er á í sjálfri áætluninni er ekki nóg að setja lög og reglur.“

Mynd af Rachel Bayani og Kishan Manocha.

Rachel Bayani frá bahá’í skrifstofunni í Brussel (til vinstri) og Kishan Manocha yfirmaður deildar um umburðarlyndi og jafnrétti hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (til hægri).

Åsa Lindhagen, varaborgarstjóri umhverfis- og loftslagsmála og fyrrverandi jafnréttismálaráðherra Svíþjóðar, tók undir viðhorfin um þær takmarkanir sem eru á stefnudrifnum nálgunum: „Stjórnmálamenn geta auðvitað ekki gert þetta einir. Við þurfum að vinna með öllum góðum öflum í samfélaginu."

Bayani kafaði dýpra í þá afkima félagslegra samskipta sem viðhalda kynþáttafordómum og sagði meðal annars. „Kynþáttahyggja þrífst í umhverfi þar sem fólk af ólíkum bakgrunni skortir tækifæri til eiga þýðingarmikil samskipti - og lifa hlið við hlið án þess að tala saman. Hvar geta innihaldsrík samskipti af þessu tagi farið fram?“

Möguleiki á samskiptum grasrótarsamtaka

Bayani útskýrði að þótt slík samskipti geti átt sér stað alls staðar og á öllum stigum samfélagsins, gefist fólki af mismunandi bakgrunni og aldri daglega tækifæri að eiga samskipti og samræður í hverfum sínum og bæjum. Þar geti myndast náin vináttubönd og sameiginleg sýn, félagslegar umbreytingar geti átt sér stað og möguleikar skapist á sameiginlegum aðgerðum.

Kishan Manocha hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu bætti við: „Lykilþátturinn í starfinu, sem við þurfum að einbeita okkur að, er að byggja upp traust vegna þess að traustið sem hefur ríkt á milli samfélaga og stofnana hefur rofnað og valda því að menn skipa sér í andstæðar fylkingar. Nauðsynlegt er að endurheimta þetta traust og byggja það upp eftir nýjum línum.“

Mynd af Anders Österberg.

Anders Österberg, aðstoðarborgarstjóri.

Bayani lagði áherslu á að lausleg og lítilvæg samskipti, eins og það að kasta kveðju á fólk í matvöruverslun eða jafnvel árlegir fundir trúarleiðtoga, nægi ekki til að taka á rótgrónum kynþáttafordómum.

Hún útskýrði að með þýðingarmiklum samskiptum í grasrótinni geti samfélög fundið leiðina fram á við. „Þörf er á sameiginlegri hugsun, íhugun og aðgerðum sem miða að einhverju stærra, eins og að breyta hverfi í rými þar sem allir geta komið saman og allir eiga sinn rétt,“ sagði hún.

Tvær myndir frá fjölskylduhátíðum.

Efri mynd: Bahá’í samfélagsuppbyggingarstarf hefur leitt af sér mismunandi frumkvæði sem gera fólki af ólíkum uppruna kleift að mynda vináttubönd, eins og sést hér á einni af mörgum „fjölskylduhátíðum“ í hverfum.

Neðri mynd: Hverfasamkoma þar sem ungt fólk kannaði innsýn frá reynslu sinni í að þjóna samfélagi sínu. Samkomuna heimsóttu Anders Österberg (t.v.) og Anders Ygeman (annar frá vinstri), sem voru þá þingmaður á sænska þinginu og ráðherra aðlögunar og fólksflutninga.

„Þessi nálgun,“ sagði Bayani „er leiðin sem samfélögin geta farið til þess að  verða höfuðpersónurnar í sinni eigin þróun.“ Þetta er grundvallarregla í viðleitni bahá’ía í allri samfélagsuppbyggingu.

Anders Österberg, aðstoðarborgarstjóri, víkkaði út hugmyndina um sameiginlegar framfarir og sagði að þrátt fyrir núverandi sundrungu innan samfélagsins væru vonir í Svíþjóð um sátt milli kynþátta. Hann lagði áherslu á nauðsyn sameiginlegs átaks til að byggja upp samfélög þar sem eining getur þrifist og dafnað.

Evin Incir, þingmaður Evrópuþingsins, tók undir þessi orð og sagði: „Mikil vinna er framundan. Í Evrópusambandinu er ekkert pláss fyrir hugarfarið „við“ og „þeir“; það erum bara „við“.“

Bayani útskýrði meginregluna um einingu í fjölbreytileika: „Við erum ein fjölskylda. Múrarnir sem aðskilja okkur eru gervimúrar og þá þarf að rífa niður með því að viðurkenna eðlislæga einingu okkar allra.“

Frumkvæði samfélags er uppspretta vonar

Í hugleiðingum sínum um þessa umræðu sagði Nogol Rahbin hjá bahá’í skrifstofu ytri samskipta í Svíþjóð að frumkvæðið sem bahá’íar hefðu  átt í samfélagsuppbygging í Stokkhólmi hafi stuðlað að því að kveða niður félagslegt ósamlyndi og sundrungu. „Íbúar með ólíkan bakgrunn koma saman til þess að skipuleggja ýmsar athafnir, svo sem „fjölskylduhátíðir“.

Dr. Rahbin bætti við: „Þessar samkomur fela í sér meira en félagslegan viðburð. Þær styrkja tilfinninguna um ábyrgð allra íbúanna á þróuninni og sameiginlegt eignarhald þeirra á henni.“

Hún bætti við að þar  komi saman fólk sem hefði aldrei átt samskipti fyrr, myndaði vináttubönd og sameiginlega sýn fyrir hverfið sitt.

Stjórnmálamenn hafa lýst þakklæti sínu fyrir þessa starfsemi, sagði Dr. Rahbin. „Á síðasta ári heimsótti sænski ráðherrann fyrir samþættingu og fólksflutninga eitt af þessum hverfum til að læra af íbúum þess. Þetta grasrótarstarf býður upp á innsýn sem vekur vonir, sérstaklega á tímum þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum eins og kynþáttafordómum og vaxandi ofbeldi glæpagengja.“

Frá málsstofunni þar sem sjá má Åsa Lindhagen.

Åsa Lindhagen, varaborgarstjóri umhverfis- og loftslagsmála og fyrrverandi jafnréttismálaráðherra Svíþjóðar (í miðju) og Nogol Rahbin frá skrifstofu ytri samskipta hjá Bahá’í samfélaginu í Svíþjóð (til hægri).

Fundurinn í Stokkhólmi var hluti af víðtækara frumkvæði skrifstofunnar í Brussel, þar sem svipaðar umræður fara fram í samstarfi við innlend bahá’í samfélög og bæjarfélög um alla Evrópu.

Víða um Evrópu er leitast við að kanna betur þær hugmyndir sem kynntar eru í yfirlýsingu baháʼí skrifstofunnar og nefnist „Hugleiðingar um aðgerðaáætlanir gegn kynþáttafordómum: Að efla félagslega samheldni og samstöðu í grasrótinni.“

[Eðvarð T. Jónsson þýddi fréttina af vef Bahá’í heimsfréttaþjónustunnar]