Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Þvertrúarlegt dagatal fyrir árið 2024 er komið út


12. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Mynd af fyrstu síðu þvertrúarlega dagatalsins fyrir árið 2024.

Samráðsvettvangur trúfélaga hefur gefið út þvertrúarlegt dagatal fyrir árið 2024.

Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi hefur gefið út dagatal með helgi- og hátíðisdögum trúfélaganna.

Í tilkynningu frá séra Jakobi Rolland, talsmanni samráðsvettvangsins kemur fram að öll félögin sem standa að samráðsvettvanginum, 27 að tölu, standi að baki útgáfunni. Hönnuður er Geoffrey Pettypiece.

Ennfremur segir í tilkynningunni að með útgáfunni sé „leitast við að miðla upplýsingum til almennings, sem geta nýst á margvíslegan hátt í fjölmenningarþjóðfélagi nútímans. Megi þetta átak stuðla að samheldni samfélagsins á Íslandi með umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi.“

Öllum er velkomið að nota dagatalið og dreifa því að vild. Hlekkur á það er hér fyrir neðan:

Þvertrúarlegt dagatal ársins 2024