Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Teikning af staðartilbeiðsluhúsi í Kenía sýnd í fyrsta sinn


15. apríl 2018 Höfundur: siá
Tölvuteikning af staðartilbeiðsluhúsinu í Matunda Soy.

Tölvuteikning af staðartilbeiðsluhúsinu í Matunda Soy.

MATUNDA SOY, Kenía, 15. apríl 2018, (BWNS) — Teikningin af bahá'í staðartilbeiðsluhúsinu í Matunda Soy, Kenía, var sýnd í fyrsta sinn í dag að 1000 manns viðstöddum.

Bæði fulltrúar bahá'í samfélagsins og embættismenn á staðnum tóku þátt í athöfninni, sem samanstóð af söng, trumbuslætti og þjóðdönsum. Að henni lokinni voru tré sem íbúar nærliggjandi samfélaga gáfu gróðursett á landareigninni.

Tölvuteikning af inngangi musterins

Tölvuteikning af inngangi musterins

„Þetta musteri verður miðdepill samfélagslífsins, staður þar sem fólk munu hittast í dögun til að fara með bænir, áður en við hefjum störf sem bíða okkar á hverjum degi,” sagði fulltrúi bahá'í samfélagsins.

Öldungurinn Violet Ombeva ávarpaði einnig samkomuna. Hún lét í ljós gleði sína yfir því að svo falleg bygging hefði verið reist á svæðinu.

Teikning tilbeiðsluhússins er einföld en samt glæsileg. Hún er innblásin af kofum sem eru algengir í héraðinu. Arkitekt musterisins, Neda Samimi, er fyrsta konan sem hannar bahá'í tilbeiðsluhús. Musterið mun rúma um 250 gesti.

Salur tilbeiðsluhússins mun rúma 250 manns

Salur tilbeiðsluhússins mun rúma 250 manns

„Hlutverk musterisins er að þjóna Matunda Soy og nágrannabyggðum,” sagði Neda Samimi. „Því er ætlað að þjóna mannkyni, án tillits til kynþátta, trúarbragða eða ættbálka.”

Kenía er eitt fimm landa þar sem bahá'í staðartilbeiðsluhús verða byggð í þessari áætlun. Bahá'í musteri eru opin öllum þeim sem vilja biðjast þar fyrir og hugleiða.

Hér eru fleiri myndir af tilbeiðsluhúsinu.