Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Menntun auðgar lífið á Mentawaieyjum


4. júlí 2018 Höfundur: siá
Kennarar við skóla sem YBTI styður sýna dans á ráðstefnunni

Kennarar við skóla sem YBTI rekur sýna dans á ráðstefnunni

TUAPEIJAT, Indónesíu , 4. júlí 2018, (BWNS)– Í tilefni af því að 200 ár voru liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh á síðasta ári hélt Bahá'í samfélagið í Indónesíu, í samstarfi við bahá'í-innblásin samtök á Mentawaieyjum, ráðstefnu um mikilvægi andlegrar menntunar til að byggja upp friðsöm samfélög. Ráðstefnan var haldin í Tuapeijat þann 16. apríl.

Samtökin Unity in Diversity Foundation (Samtök til að efla einingu í fjölbreytileika), eða Yayasan Bhinneka Tunggal Ika (YBTI) á indónesísku, vinna að stofnun þorpsskóla í afskekktum samfélögum Metawaieyja og veita kennurum starfsþjálfun.

Einn af stjórnarmeðlimum YBTI, dr. Manoochehr Tahmasebian, útskýrði stefnu samtakanna varðandi menntamál og gat þess að hún er innblásin af kenningum Bahá'u'lláh. Hann útskýrði að grunnþátturinn væri mikilvægi andlegrar menntunar sem hvetur til þróunar þeirra eiginleika sem eru nauðsynlegir til að efla frið og þjóðfélagslega velferð. Markmið þessarar menntunar er ekki trúarleg menntun, eða að snúa nemendum til ákveðinnar trúar, heldur að aðstoða ungt fólk með mismunandi bakgrunn til að læra að stuðla að einingu í fjölbreytileika og að bæta þjóðfélagið.

Skólarnir, sem eru víða um eyjarnar, veita einnig f0reldrum barnanna stuðning í því að mennta börnin sín. Þetta er gert með því að kennarar skólanna heimsækja foreldrana með reglulegu millibili til að ræða við þá um hvernig börnunum gengur í skólanum. Skólarnir bjóða líka foreldrum upp á fræðslu til að þeir geti stutt betur við námið sem fer fram í kennslustofunni.

Nánar á heimasíðu Bahá'í heimsfréttaveitunnar. Þar er einnig hægt að skoða fleiri ljósmyndir.