Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Kvenréttindahetja hyllt í Azerbaijan


28. júlí 2018 Höfundur: siá
Í þessari senu hittir Nasiri’d-Dín Shah, konungur Persíu, Táhirih og biðst til að giftast henni ef hún hafni trú sinni.

Í þessari senu hittir Nasiri’d-Dín Shah, konungur Persíu, Táhirih og bíðst til að giftast henni ef hún hafni trú sinni.

 

BAKU, Azerbaijan, 26. júlí 2018, (BWNS) — Boðorð persneska konungsins, sem horfir aðdáunaraugum á Táhirih. Tilboð hans hljómar þannig: Hafnaðu trú þinni, gifstu mér og njóttu lífsþæginda sem eftirlætisdrottningin mín.

Um það bil 450 áhorfendur horfa á senuna með andann í hálsinum.

Táhiríh hafnar tilboðinu kurteislega, á viturlegan hátt og af hugrekki. Hún velur þess í stað að helga líf sitt málstaði sem hún trúir að muni umbreyta heiminum.

Þetta var upphafið af leikritinu Dóttir Sólarinnar, sem fjallar um ævi Táhirih, en hún var áhrifamikið ljóðskáld, fræðimaður og baráttukona fyrir kvenréttindum. Leikritið var frumsýnt 8. júlí við þjóðleikhús Azerbaijan.

Frumsýningin vakti mikla hrifningu með áhorfenda og hafði líka mikil áhrif á leikarana sjálfa.

“Táhirih var hetja, ekki aðeins einna trúarbragða, heldur alls mannkynsins,” sagði ljóðskáldið Sayman Aruz, við áhorfendur að sýningu lokinni. “Hún lifði og dó fyrir guðleg og andleg sannindi handa öllu mannkyni. Hún á sér engan líkan í sögu Austurlanda. Hún er rödd frelsis fyrir milljónir manna.”

Leikritið er sett á svið núna þegar líf Táhirih er farið að vekja meiri athygli og áhuga í þjóðfélagi Azerbaijan.

Bók um ævi og verk Táhirih var þýdd og gefin út árið 2016, vegna aukinnar eftirspurnar á meðal íbúa Azerbaijan um ævi þessarar miklu hetju. Eftir að blaðamaðurinn Kamale Selim Muslimgizi kynntist sögu hennar varð hún svo hugfangin af sögu hennar að hún ákvað sjálf að setja Dóttir Sólarinnar á svið. Hún réð 30 nemendur frá tíu háskólum til að fara með hlutverk í leikritinu.

“Táhirih fórnaði sér fyrir málstað sannleikans,” segir Kamale. “Þessi uppsetning breytti lífi mínu. Áður dreymdi mig um fagrar hugsjónir, en nú hef ég andlegan kraft til að breyta hlutunum. Táhirih gaf mér hugrekki til að vinna fyrir almannahag."

Táhirih ólst upp í fjölskyldu háttsettra presta snemma á 19. öld í Qazvín, Íran. Hún sýndi mikinn áhuga á hlutum, sem á þeim árum var litið svo á að væru ofar getu kvenna og sem væri ekki viðeigandi að þær myndu fást við. Þrátt fyrir þær hindranir sem mættu henni varð Táhirih þekkt ljóðskáld og fræðimaður. Áhrif hennar, sem voru mikil á meðan hún lifði, hafa ekki dáið út þrátt fyrir að ein og hálf öld sé liðin frá því hún var uppi.

Árið 1844, varð Táhirih fyrsta konan til að játa trú á kenningar Bábsins, fyrirrennara Bahá'u'lláh og varð ein af leiðtogum hreyfingarinnar sem átti eftir að dreifast eins og eldur í sinu um alla Persíu og einnig til annarra landa. Tugir þúsunda gerðust fylgjendur þessarar trúar á nokkrum árum.

Það var Bahá'u'lláh sem veitti henni titilinn “Táhirih”, sem þýðir “hina hreina.” Hún hitti Bahá'u'lláh á hinni sögulegu ráðstefnu í Badasht.

Það var á þessari mikilvægu ráðstefnu sem Táhirih svipti af sér blæjunni. Þetta var algjörlega óhugsandi á nítjándu öld í Persíu, þar sem karlar réðu öllu og konur höfðu lítið sem ekkert hlutverk á opinberum vettvangi. Á þessu sögulega augnabliki, sem olli straumhvörfum, lýsti hún yfir jafnrétti kvenna og karla og að kenningar Bábsins táknuðu viðskilnað við fornar hefðir.

Fjórum árum síðar, í miðjum hrottafengnum ofsóknum persnesku ríkisstjórnarinnar á hendur fylgjenda Bábsins, var Táhirih færð í fjötra í Teheran. Þar sem hún neitaði að hafna trú sinni var hún tekin af lífi. Lokaorð hennar urðu ódauðleg: “Þið getið tekið mig að lífi eins fljótt og þið viljið, en þið getið ekki stöðvað frelsisbaráttu kvenna.”

Táhirifh skrifaði á persnesku, arabísku og azeri, sem er víða talað í Qazvín og í nærliggjandi byggðarlögum. Azeri er líka eitt af megin tungumálum Azerbaijan.

Leikritið verður flutt í Baku næstu mánuði og fer síðan í ferð um landið. Sjá má fleiri myndir úr sýningunni hér.