Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fyrstu heimsóknir hefjast eftir vígslu tilbeiðsluhússins í Norte del Cauca, Kólombíu


1. ágúst 2018 Höfundur: siá
Rúmlega 300 áhorfendur hlusta á Nilma Aguilar lesa skilaboð Allsherjarhúss réttvísinnar um vígslu bahá'í tilbeiðsluhússins sem var vígt fyrir nokkrum dögum. Þessi dagskrá er hluti af sérstakri dagskrá sem nefnist “Fyrsta heimsókn mín í bahá'í tilbeiðsluhús,” sem haldin verður næstu 3 vikurnar.

Rúmlega 300 áhorfendur hlusta á Nilma Aguilar lesa skilaboð Allsherjarhúss réttvísinnar um vígslu bahá'í tilbeiðsluhússins sem var vígt fyrir nokkrum dögum. Þessi samkoma er hluti af sérstakri dagskrá sem nefnist “Fyrsta heimsókn mín í bahá'í tilbeiðsluhús,” sem haldin verður næstu 3 vikurnar.

 

AGUA AZUL, Kólombíu (BWNS) - Hundruðir íbúa sem búa í nágrenni bahá'í tilbeiðsluhússins í Norte del Cauca, Kólombíu, komu saman að morgni sunnudags til að fara með bænir í musterinu.

Um það bil 300 manns – meirihluti þess býr stutt frá tilbeiðsluhúsinu – tóku þátt í sérstakri samkomu, sem nefnist “Fyrsta heimsókn í bahá'í tilbeiðsluhús.” Slík dagskrá, sem inniheldur mörg sömu atriði og voru við vígsluathöfnina þann 22. júlí, verður haldin næstu 3 vikurnar, til að gera þeim sem komust ekki að við vígsluathöfnina, tækifæri á að upplifa þennan sögulega atburð. Nánar er sagt frá þessu á vef Bahá'í heimsfréttaveitunnar.

Þar er einnig myndband af vígslu musterisins  sem rúmlega 1000 manns sóttu. Myndbandið, sem er með enskum skýringartexta, fjallar um vígsluathöfnina og segir frá samfélaginu sem býr í nágrenni musterisins. Auk þess eru margar ljósmyndir á síðunni frá athöfninni.

Fleiri en 300 manns, aðallega úr nærliggjandi bæjum, heimsóttu tilbeiðsluhúsið í Norte del Cauca, Kólombíu, á sunnudaginn.

Rúmlega 300 manns, aðallega úr nærliggjandi bæjum, heimsóttu tilbeiðsluhúsið í Norte del Cauca, Kólombíu, á sunnudaginn.