Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Tilhæfulausar ákærur í Jemen bera vott um auknar ofsóknir


24. september 2018 Höfundur: siá
Sana'a, höfuðborg Jemen

Sana'a, höfuðborg Jemen

 

SANA’A, Jemen, 18. september 2018, (BWNS) — Houthi yfirvöld, sem Íranir styðja, lögðu fram tilhæfulausar ákærur á laugardaginn gegn um það bil 20 bahá'íum. Þessi aðför er gerð á sama tíma og leiðtogi Houta æsir íbúana til að beita ofbeldi gagnvart bahá'íum og öðrum trúarminnihlutahópum.

Þessar fáranlegu ákærur —sem meðal annars lúta að njósnum og því að afneita islam—beinast fyrst og fremst gegn einstaklingum sem gegna embættum innan bahá'í samfélagsins, en ná einnig til annarra jemenskra bahá'ía, þar á meðal táningsstúlku.

„Þessar ákærur eru afar ógnvekjandi og eru til marks um geysilega aukinn þrýsting, á þeim tíma þegar bahá'í samfélaginu er þegar ógnað og almennt ástand mannréttindamála í landinu er slíkt að mjög áríðandi er að brugðist sé við,“ sagði Bani Dugal, fulltrúi Alþjóðlega bahá'í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum.

„Við höfum fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi bahá'í samfélagins í Jemen. Við hvetjum alþjóðasamfélagið til að fara þess að leit við yfirvöld í Sana'a að þau felli samstundis niður þessar fáranlegu og tilhæfulausu ákærur gegn þessum saklausu einstaklingum, sem hafa verið illþyrmilega ákærðir fyrir það eitt að lifa samkvæmt trú sinni.“

Í ræðu sem leiðtogi houta, Abdel-Malek al-Houthi, hélt í mars og var sjónvarpað, hallmælti hann bahá'í trúnni og bannfærði hana. Hann æsti íbúa landsins til að beita ofbeldi, hvatti þá til að verja land sitt fyrir bahá'íum og meðlimum annarra trúarminnihlutahópa.

Innan nokkurra daga tóku ýmsir fréttamiðlar undir þessar árásir og virtur houti rithöfundur lét þessi orð falla á samfélagsmiðlum:  „Við munum slátra hverjum einasta bahá'ía.“ Samskonar skoðanir voru látnar í ljós af trúaryfirvöldum í Sana'a, þar á meðal aðal trúarleiðtoganum í Jemen, Shams al-Din Muhammad Sharaf al-Din, sem er menntaður í Íran og var skipaður í embætti af houthíum á síðasta ári.

Nú eru sex bahá'íar í fangelsi fyrir trú sína. Á meðal þeirra er Hamed bin Haydara, sem hefur setið í fangelsi síðan 2013. Hann var dæmdur í janúar til að vera tekinn opinberlega af lífi, eftir sýndarréttarhöld gegn honum. Abdu Ismail Hassan Rajeh, sami dómarinn og kvað upp dóminn fyrir Hamed, er dómari í réttarhöldunum yfir þeim bahá'íum sem nýlega voru ákærðir.