Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar og vinir þeirra halda upp á tvo helgidaga


11. nóvember 2018 Höfundur: siá
Bahá'íar í Kópavogi halda upp á fæðingu Bahá'u'lláh.

Bahá'íar í Kópavogi halda upp á fæðingu Bábsins

 

Samkomur voru haldnar á ýmsum stöðum á Íslandi til að minnast fæðingar Bábsins og fæðingar Bahá'u'lláh, en þessir tveir helgidagar, eru haldnir hátíðlegir sem væri um einn helgidag að ræða. Sum samfélög héldu eina sameiginlega hátíð fyrir þessa tvo heilögu fæðingardaga, en önnur héldu upp á þá í tvennu lagi. 

 

Bahá'íar og vinir þeirra komu saman í bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ til að horfa á heimildamynd um Bábinn í tilefni af fæðingardegi Hans

Bahá'íar og vinir þeirra komu saman í bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ til að horfa á heimildamynd um Bábinn í tilefni hátíðarinnar

 

 Í ár eru liðin 201 ár frá fæðingu Bahá'u'lláh og 199 ár frá fæðingu Bábsins. Bábinn var fyrirrennari Bahá'u'lláh. Bahá'íar um allan heim héldu upp á þessa tvo helgu fæðingardaga, enda eru bahá'í samfélög um víða veröld. Samkvæmt Encyclopedia Britannica er bahá'í trúin næst útbreiddustu trúarbrögð mannkyns landfræðilega séð, næst á eftir kristinni trú. Á næsta ári munu bahá'íar um allan heim fagna 200 ára ártíð Bábsins. 

Margrét Gísladóttir segir frá Bábnum og Bahá'u'lláh hátíðarsamkomu sem haldin var í þjóðarmiðstöð bahá'ía að Kletthálsi 1 í Reykjavík.

Margrét Gísladóttir segir frá Bahá'u'lláh á hátíðarsamkomunni sem haldin var í þjóðarmiðstöð bahá'ía að Kletthálsi 1 í Reykjavík.