Bahá'íar kusu andlegt þjóðarráð sitt 2. maí síðastliðinn en árlegt landsþing þeirra var haldið í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni að Öldugötu 2 í Reykjavík dagana 1.-2. maí síðastliðinn. Þetta var 44. landsþing bahá'ía á Íslandi en þjóðarráðið var stofnað á Íslandi 1972. Í þjóðarráðinu, sem kostið er til eins árs í senn, eiga sæti eftirfarandi níu fulltrúar bahá'í samfélagsins: Ólafur Bjarnason, Matthías Pétur Einarsson, Hoda Thabet, Marta Aðalheiður Hinriksdóttir, Róbert Badí Baldursson, Erna Magnúsdóttir, Hannes Valsson, Bridget McEvoy og Shirin Naimy.
Þingið sátu kjörnir fulltrúar bahá'í samfélaganna í öllum landsfjórðungum en landsþing eru einnig opin öllum bahá'fum sem áhuga hafa á að fylgjast með þingstörfum. Fulltrúi álfuráðsins í Evrópu var að þessu sinni Firouzeh Moghbel Naderi sem hefur búsetu í Frakklandi. Helstu málefni þingsins auk kosninganna voru starf bahá'í samfélagsins að fimm ára áætluninni 2011-2016. Aðeins eitt ár er nú eftir af fimm ára áætlun bahá’í heimssamfélagsins sem Allsherjarhús réttvísinnar hleypti af stokkunum á Riḍván 2011. Jafnframt snerust umræður um fyrirhugaða sölu á húseign samfélagsins að Öldugötu 2 og kaup á nýju og hentugra húsnæði.
Áætlun íslenska samfélagsins, sem byggð er á heimsáætlun bahá'í trúarinnar og stöðunni innanlands, skiptist í fjóra hluta sem snúa að vaxtarferlinu, hæfni stjórnskipulagsins, einstaklingnum og samfélagsstarfseminni. Aukin áherslu á að mæta þörfum barna var bætt inn í áætlunina eftir umræður og ályktun síðasta landsþings. Ísland skiptist í fjögur umdæmi þar sem er unnið að eflingu grunnþáttanna í bahá’í starfi, þ.e. helgistunda, námshringja, barnakennslu og unglingahópa.