Í tilefni af vígslu bahá'í tilbeiðsluhússins í Santiago, Chile, verður opið hús í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni á morgun, fimmtudaginn 13. október, frá kl. 13:30 - 16:00. Horft verður á beina vefútsendingu frá opnunarathöfninni og hefst hún kl. 14:00 að íslenskum tíma.
Tilbeiðsluhúsið í Chile er það síðasta í röð tilbeiðsluhúsa sem reist hafa verið í hverri heimsálfu. Þegar voru fyrir bahá'í tilbeiðsluhús í öllum byggðum heimsálfum, nema í Suður-Ameríku.