Bahá'í fastan hófst 1. mars og stendur til 19. mars, að báðum dögum meðtöldum. Í lagabókinni Kitáb-i-Aqdas ("Hin helgasta bók") segir: „Vér höfum boðið yður að biðja og fasta frá upphafi fullþroska (15 ára aldri); þetta er ákvarðað af Guði, Drottni yðar og Drottni feðra yðar. . . . Ferðalangurinn, hinn sjúki, konur, sem eru barnshafandi eða hafa barn á brjósti, þurfa ekki að fasta. . . . Neytið hvorki matar né drykkjar frá sólarupprás til sólseturs, og varist að láta ástríðu svifta yður þeirri náð, sem áformuð er í þessari bók.“ Með því að neita sér um mat og drykk eru bahá'íar minntir á mikilvægi þess að vera ekki háðir veraldlegri fíkn. Fastan minnir þá líka á alla þá sem eru hungraðir og þyrstir, eða búa við skort. Bahá'u'lláh opinberaði sérstakar bænir til að fara með á föstunni. Er föstunni lýkur hefst nýtt ár með einni stærstu hátíð ársins, Naw-Rúz ("nýr dagur").