Kyrrðarstund verður haldin að venju í Mosfellsbæ þriðjudaginn 14. mars, kl. 20, á heimili Ólafs Haraldssonar og Ragnheiðar Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55. Slíkar kyrrðarstundir hafa verið haldnar vikulega á heimili hjónanna um árabil. Á eftir bænalestri er boðið upp á veitingar og rætt um andleg málefni sem tengjast bahá'í trúnni. Fyrir þá sem vilja taka strætó má geta þess að leið 15 stoppar í næsta nágrenni. Allir eru hjartanlega velkomnir.